Dagurinn í dag er dagurinn ÞINN

Með því að lifa í dag og leggja fortíð og framtíð til hliðar virðast þau verkefni sem okkur hafa fundist óframkvæmanleg, viðráðanlegri.  Við áttum okkur á því að ekki þarf endilega að leysa úr öllum ágreiningsefnum á stundinni og fyrir fullt og allt.   Með því að lifa daginn í dag getum við breytt okkur sjálfum örlítið og kannað nýja möguleika.

 

Gæt þessa dags.  

Því gærdagurinn er draumur 

og morgundagurinn hugboð 

sé deginum í dag vel varið 

mun gærdagurinn breytast í 

verðmæta minningu og morgundagurinn 

í vonarbjarma. 

 

Gæt því vel þessa dags.

Previous
Previous

Er sjálfsmynd þín í lagi ?

Next
Next

Hafðu það einfalt