Dagurinn í dag
Líttu til dagsins í dag.
Því hann er lífið,
Hið eina sanna lífanda líf,
Á skammri braut hans birtist allt,
Reynsla og sannindi tilverunnar,
Unaðssemd gróðans,
Glæsileiki athafnarinnar,
Dýrðarljómi valdsins.
Því dagurinn í gær
Er aðeins draumur
Og dagurinn á morgun
Er bara sýn.
En dagurinn í dag
Sé honum vel varið
Breytir hann öllum gærdögum.
Í hamingjudraum
Og varpar birtu vonarinnar
Á alla morgundaga.
Líttu því með velþóknun
Til dagsins í dag.