Jólin þín og mín ´22 / Tónasmiðjan og gestir

STOLT og þakklæti er mér efst í huga þegar við göngum frá þessu verkefni sem núna var að klárast. Jòlin þìn og mìn tónleikasýning Tònasmiđjunnar og gesta var núna haldin í fjórða skipti og náđi hápunkti sìnum sl sunnudag með glæsilegum tónleikum. Hátíðleg stund í Húsavíkurkirkju með um 35 flytjendur á ýmsum aldri og frábærum tónleikagestum, yndisleg stund sem gaf okkur mikiđ.

Fyrir hönd Tónasmiðjunnar og ÞÚ skiptir máli / forvarnir langar okkur ađ þakka þeim fjölmörgu sem komu ì Hùsavìkurkirkju og nutu stundarinnar međ okkur, öllum þeim FLOTTU flytjendum sem tóku þátt í þessu verkefni og yndislegu heiðursgestum okkar í þessu verkefni, þeim landsþekktu söngkonum Hrafnhildur Víglunds og Stefaníu Svavarsdóttur sem gáfu vinnu sína til að styðja við þetta GÓÐA verkefni. Takk ALLIR!!

Þetta verkefni er bùiđ ađ vera afar skemmtilegt og um leiđ krefjandi ferđalag, sem náði hápunkti sínum með þessari góðu stund, mikiđ skipulag og margar æfingar liggja að baki sem skiluđu sèr svo sannarlega. Hòpurinn okkar stòđ sig frábærlega og þad gleður okkur mikiđ ađ geta um leið styrkt gott málefni, enn við styrktum að þessu sinni Velferđarsjòđ Þingeyinga um 500 þús kr og lögðum við það inn á reikning sjóðsins í dag.

Við erum afar stolt af að vera að stýra Tònasmiđjuna núna sjötta árið á Húsavík og hefur starf okkar stöðugt verið að stækka, þar sem við komum saman einstaklingum á öllum aldri, gerum eitthvađ lifandi og skemmtilegt saman, međ jákvætt forvarnargildi og gefum af okkur þannig til samfélagsins og til góðra málefna, en á þessu ári höfum við styrkt góð málefni fyrir samtals 1200 þúsund.

Núna fyrir jólin gefum við einnig jólagjafir til heldra fólksins okkar í Hvammi og Skógarbrekku eins og við höfum gert undanfarin 4 ár.

ljósm: Hilmar Friðjónsson

Previous
Previous

Að sleppa takinu…

Next
Next

ROKKUM gegn sjálfsvígum 10.09´22.