Það er til lausn
Allir geta lagt sitt af mörkum, foreldrar, vinir og félagar. Foreldrar með því að þekkja vel líðan barna sinna og að kunna að hlusta á þau og sýna líðan þeirra skilning. Vinur eða vinkona með því að fá vin sinn til að leita aðstoðar þegar hann tjáir sig um að hann vilji binda enda á líf sitt. Ef það dugar ekki ætti vinur eða félagi að rjúfa trúnað og leita til fullorðins, t.d. foreldris, kennara, námsráðgjafa, sálfræðings eða einhvers sem þú treystir. Það á að rjúfa trúnað þegar líf liggur við.
Sú staðreynd að einstaklingurinn sé enn á lífi er nægileg sönnun þess að hluti hans vill lifa. Fólk sem íhugar sjálfsvíg er í mikilli innri baráttu, hluti þeirra vill lifa en hluti hans vill einnig deyja, það vill losna undan einhverjum þjáningum. Það er sá partur einstaklingsins sem vill lifa sem segir "ég er að hugsa um að drepa mig", hafa verður þó í huga að hvert sjálfsvíg er einstakt og á sér sínar orsakir sem ekki er alltaf auðvelt að ráða í.
Heilsugæslustöðvar og skólar sem liggja eins og net í kringum landið geta aukið sinn þátt í fyrirbyggjandi starfi, t.d. með margvíslegri fræðslu varðandi mataræði, fatlanir, sjúkdóma, slökun, áföll og áfallahjálp svo eitthvað sé nefnt.
Ungt fólk þarf að þekkja þunglyndiseinkennin og vita að það er hægt að fá hjálp og lækna það.
Með lyfjameðferð er leitast við að létta á geðlægð sjúklingsins og þá er oft hættan mest á sjálfsvígi, þegar þunganum er að létta af honum, hann verður meira vakandi fyrir umhverfi sínu og finnur sárar til ástands síns. Hann verður virkari í hugsun og athöfnum og því líklegri til að grípa til örþrifaráðs eins og sjálfsvígs. Þess vegna þarf að hafa vakandi auga fyrir ástandi sjúklings sem eru á leið upp úr sínu þunglyndi og styðja þá. Hafa ber í huga að þunglyndi er algengt og er langoftast læknanlegt með viðtalsmeðferð og lyfjameðferð.
Hvert get ég leitað ?
Til bráðaþjónustu sjúkrahúsa. https://www.sak.is/is/thjonusta/brada-fraedslu-oggaedasvid/slysa-ogbradamottaka
https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/bradamottokur/
Á höfuðborgarsvæðinu er alltaf vakt á geðdeild sjúkrahúsanna sem hægt er að leita til allan sólarhringinn. Ef viðkomandi er yngri en 18 ára er hægt að leita til barna- og unglingageðdeildar á Dalbraut.
Til heilsugæslustöðva. https://www.heilsugaeslan.is/heilsugaeslustodvar/
Heilsugæslustöðvar Vesturland https://www.hve.is/
Heilsugæslustöðvar Vestfirðir http://hvest.is/
Heilsugæslustöðvar Norðurland https://www.hsn.is/is
Heilsugæslustöðvar Austurland http://www.hsa.is/
Heilsugæslustöðvar Suðurland https://www.hsu.is/
Heilsugæslustöðvar Suðurnes https://hss.is/
Til vinalínu Rauða krossins s. 1717. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717/
Pieta samtökin á Íslandi https://pieta.is/tharfnast-thu-hjalpar-tafarlaust/
112 : Þá er hægt að leita aðstoðar í neyðarlínunar allan sólarhringinn. https://www.112.is/forsida
Lokaorð
Mikilvægt er að hafa í huga að sjálfsvíg lýkur ekki við atburðinn. Áfall aðstandenda, fjölskyldu og vina er svo mikið að það kemur fram í mjög erfiðri sorgarúrvinnslu, stundum geðrænum erfiðleikum og líkamlegum veikindum í auknum mæli. Aðstandendur þurfa mikinn stuðning frá sínum nánustu og ekki síður frá sérfræðingum.