Hæfileikar og geta

Hæfileikar eru hlutir sem að við höfum öll og við höfum mikið af þeim en sjaldnast kunnum við á þá alla og er þetta fyrirbæri oft vannýtt og lítið notað. Það er frekar getan sem stjórnar því hvað við gerum og gerum ekki, ekki hæfileikarnir. Það er athyglisvert að skoða það að ef við kveikjum betur á hæfileikunum þá gerist mikið meira af góðum hlutum í lífinu . Ef að það er ekki samræmi milli hæfileika og getu þá náum við ekki árangri í því sem við erum að gera í dags daglegu lífi. 

Skoðum nú sérstaklega orðið geta, en þar liggur yfirleitt hundurinn grafinn, ekki það að okkur vanti hæfileika. Við segjum oft við sjálf okkur að við getum ekki hitt og kunnum ekki þetta en það er ekki vegna þess að okkur skorti hæfileika til verksins, þarna er getan að halda okkur niðri. Vondar tilfynningar og erfiðar upplifanir gera það að verkum að getan okkar verður lítil sem engin. Við þurfum að láta getuna og hæfileikana vera samstíga en þá fara hlutirnir líka að gerast. 

Það er gott að velta því fyrir sér af hverju getan sé ekki meiri hjá mér til þess að takast á við verkefni dagsins heldur en raun ber vitni í staðin fyrir að vera að úthúða sjálfum mér fyrir að kunna ekki hluti eða hafa ekki hæfileika. Þetta getuleysi svo kallaða á við um mjög marga hluti t.d. vinnuna og samskipti við annað fólk. Það er oft vegna vana að við getum ekki hluti en ekki vegna þess að okkur skorti hæfileika til. Hugsum um það að ef að við höldum áfram að gera hlutina eins og við höfum alltaf gert þá, þá halda allir hlutir áfram að vera nákvæmlega eins og þeir hafa alltaf verið. 

Ef að við brjótum ekki upp vanann þá náum við aldrei getunni upp að hæfileikunum og þá njóta hæfileikarnir sín aldrei þar sem getan heldur aftur af okkur. Skoðaðu vel hvort þú ert að nota hæfileikana þína í samræmi við það sem þú hefur eða hvort þú ert að láta getuna stoppa þig í öllu á hverjum einasta degi. 

Gangi þér vel.

Höfundur : Kári Eyyþórsson

Previous
Previous

Ársskýrsla 2022

Next
Next

Að sleppa takinu…