Rokkum gegn sjálfsvígum

70412901_126863962005939_5289447040445579264_o.jpg
 

10.sept sl. stóð Tónasmiðjan okkar ásamt góðum gestum fyrir tónleikasýningu í Húsavíkurkirkju sem bar nafnið Aðeins eitt LÍF / ROKKUM gegn sjálfsvígum en þar komu saman um 30 einstaklingar á öllum aldri og var stærsti hluti hópsins okkar í þessu verkefni ungt fólk úr Norðurþingi og nágrenni á aldrinum 6 ára og uppúr en þau sungu og spiluðu og gáfu af sér í tilefni dagsins sem var alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og er þetta jafnframt í þriðja skipti sem við stöndum fyrir viðburði hér á Húsavík að því tilefni , fjölmargir gestir komu í Húsavíkurkirkju og nutu stundarinnar með okkur, það voru allir mjög ánægðir með þessa stund og voru gestir duglegir að lýsa því yfir að þetta hefði verið alveg frábært , heiðursgestur tónleikana var að þessu sinni hann Einar Ágúst Víðisson sem m.a. hefur sungið með Pöpum, Skítamóral og einnig farið fyrir Íslands hönd og tekið þátt í Eurovision árið 2000. hann kom fram og söng með hópnum okkar, og var allveg frábær. Þessi viðburður er komin til að vera ár hvert. „Fjölmörg fyrirtæki réttu okkur hjálparhönd og stuðning í kringum þetta verkefni og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn"

Previous
Previous

Jólasýning til styrktar Velferðarsjóði Þingeyinga