Svar mitt var ofbeldi…
Einelti er endurtekið líkamlegt og /eða andlegt ofbeldi þar sem einn eða fleiri níðast á eða aftur og aftur á einhvern annan.
Einelti er oft það vel falið að jafnvel foreldrar, kennarar eða aðrir í kringum þann sem fyrir því verður koma ekki auga á það. Þegar gerendur, þeir sem beita ofbeldi, ná tökum á þolanda má segja að eineltissamband myndist þeirra á milli. Eftir að slíkt samband hefur þróast getur verið nóg fyrir þolandann að fá eitt augnatillit frá geranda til þess að finna til hræðslu og óöryggis. Sá sem verður fyrir einelti getur verið alla ævi að vinna úr því.
Ef þú veist um einhvern sem lagður er í einelti skaltu láta vita. Það getur verið erfitt að segja frá , en meðan þú gerir ekkert má segja að þú sért þátttakandi í einelti.
“Fyrst fór ég að skrópa í skólanum, svo hætti ég alveg að mæta, mig langaði ekki að lifa lengur. Ég hætti líka að fara út vegna þess að ég gat hitt krakkana allstaðar”
14 ára stelpa segir frá
“Í fyrsta tímanum í skólanum var byrjað að stríða mér. Fyrst grét ég bæði af reiði og sárindum en síðan breyttist eitthvað, ég man að ég leit yfir bekkinn í gegnum tárin og sá að krakkarnir voru annaðhvort hlæjandi eða brosandi. Ég veit ekki hvað gerðist, en svar mitt var ofbeldi …. allt í einu varð ég ískaldur og fann eitthvað bresta inni í mér eins og þegar spýta er brotin og ég gekk að fyrsta stráknum sem stóð þarna og hló að mér og barði hann með krepptum hnefa í andlit og höfuð þar til hann fór að gráta. Þarna ákvað ég að ef einhver ögraði mér þá myndi ég berja frá mér, sama hver það væri. Næstu mánuðir einkenndust af slagsmálum og pústrum þangað til dæmið snerist við. Ég elti fólkið sem hafði elt mig. Ekki til að hefna mín heldur af hræðslu við að lenda undir aftur. Mér leið ekkert betur, ég fann ekki þennan frið sem ég sá hjá sumum og ég skildi ekki afhverju mér leið svona”.
Þolandi og gerandi í einelti segir frá
Ef þú hefur orðið fyrir einelti er mikilvægt að þú vitir að :
ÞÚ ert ekki ein/nn
Margir eru í sömu stöðu og þú
Eineltið er EKKI þér að kenna
Það er ekkert að ÞÉR
Það er hægt að breyta þessu
Einelti er ekki lítið mál sem á að horfa fram hjá og það er ekkert hægt að gera neitt fyrr en þú segir frá því.
Ef þú reynir að segja frá og þér er ekki trúað, ekki gefast upp, segðu þá öðrum frá því sem gerðist þar til þér er trúað.
Kæri vinur!!
Ég vil að þú sért eins og þú ert og ég vil fá að vera eins og ég er!
Ef einhver stríðir okkur, uppnefnir, kemur með niðurbrjótandi athugasemdir um útlit okkar eða háttalag, beitir okkur líkamlegu eða andlegu ofbeldi eða sýnir einhverja einræðistakta í okkar garð vegna eigin minnimáttarkenndar og öfundar, eigum við að standa upprétt því að EKKERT má og á að geta brotið okkur niður nema þá við sjálf það ers ama hvað hver segir við okkur, við erum eins og við erum og ekkert fær því breytt, enda engin ástæða til að breyta því. - ÞÚ skiptir máli <3