Kæri lesandi takk fyrir að kynna þér síðuna okkar og vonandi kemur hún þér að gagni.

Píeta

Kærleikshornið.

Ađ morgni þegar sólin hefur risið þá horfir þú upp á nýjan dag. Þetta er nýr dagur sem þér hefur verið gefin, enn nýtt tækifæri. Nýr dagur sem þú getur gert við hvað sem þú vilt. Valið er þitt! Gefðu honum allt sem þú megnar svo einhver finni í kvöld að það er gott að þú ert til. Verum glöð og ánægð með það sem við höfum og þökkum fyrir það.

FYRIRMYNDIR í tali og tónum

Í þáttunum FYRIRMYNDIR í tali og tónum fáum við til liðs við okkur landsþekkt tónlistarfólk sem spjalla við okkur og svara nokkrum spurningum m.a um forvarnir, jákvæðni, vináttu, sjálfsmynd o.fl. segja okkur sögur af sér og spila sín uppáhaldslög.

 

Verkfærakassinn

Verið velkomin/nn í Verkfærakassann

Í þessum þáttum okkar skoðum við ýmsar áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar, leiðir sem oft teljast óhefðbundnar eða fyrir utan normið. Leiðir sem af mörgum teljast framandi og jafnvel í sumum tilfellum forboðnar eða furðulegar. Við ætlum að setja á okkur spæjarahattinn og halda á stað í rannsóknarferð þar sem við hittum áhugavert fólk og fjölgum verkfærunum í sjálfshjálparkassanum okkar.

Þáttastjórnandi : Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir

 

Fræðsla og fróðleikur